
LED Skjástandur
LT skjástandur - einfaldur og þægilegur
LED auglýsingastandur sem sýnir efnið þitt skýrt og á áhrifaríkan hátt. Auðvelt að setja upp, einfalt að stjórna – og hægt að tengja marga saman fyrir enn stærri upplifun. Frábær lausn fyrir verslanir, sýningar og viðburði.
Samtengjanlegir
Hægt er að tengja saman marga LT skjástanda og gera ein stóra mynd á auðveldan hátt.
Fljótleg uppsetning
Hægt er að fá með felligrind, gólffót eða bæði, sem hægt er að skipta á milli eftir þörfum. Skjárinn er einnig auðveldur í viðhaldi þar sem hann er samsettur úr einingum sem auðvelt er að skipta út ef það verða óvænt slys.
Tækniupplýsingar
LT-Poster 1.5 | LT-Poster 1.8 | |
---|---|---|
Díóðuþéttni (mm) | 1.5 mm | 1.8 mm |
Stærð skjás (B x H) (mm) | 600 × 1687,5 mm | 600 × 2025 mm |
Upplausn (B x H) (píxlar) | 384 × 1080 | 320 × 1080 |
Efni | Ál | Ál |
Þyngd (m/gólffæti / m/felligrind) (kg/m²) | 57 / 34 kg/m² | 61 / 38 kg/m² |
Birtustig (nits) | 600 nits | 600 nits |
Viðhald | Að framan (skjáhlutar) / að aftan (stýrikassi) | Að framan (skjáhlutar) / að aftan (stýrikassi) |
Aðlagað að þínum þörfum
Skjárinn er samsettur úr módúlum með ákveðna díóðuþéttni og er í boði með bæði 1.8 mm og 1.5 mm pixel bili. Hægt er að stilla hæð skjásins eftir þörfum, og útlitið má sérsníða eftir því hvernig þú vilt hafa það.
Tengimöguleikar
Skjárinn er með innbyggðri afspilunartölvu og einföldu kerfi til að uppfæra myndefni. Hægt er að hlaða efni inn með USB lykli, yfir WiFi eða í gegnum skýjaþjónustu. Einnig er mögulegt að tengjast öðrum afspilunarbúnaði, til dæmis fartölvu, með HDMI tengingu. Allt efni er auðvelt að stjórna og uppfæra, og hægt er að fylgjast með stöðu skjásins í rauntíma með fjarstýrðu kerfi.