
NP Series
Gegnsætt stafrænt veggspjald
Besta lausnin þegar þörf er á mjög björtum skjá til að koma myndefni á framfæri án þess að loka fyrir alla birtu – allt að 5000 nit.
Auðvelt er að uppfæra auglýsingar og tengja saman marga skjái þannig að þeir virki sem einn. Einnig er hægt að breyta auglýsingum miðlægt og uppfæra marga skjái í mismunandi verslunum samtímis.
Það er komin mikil reynsla af þessari tegund hér á landi.
NP Series- kemur í staðin fyrir útprentuð veggspjöld
Af hverju velja gegnsætt auglýsingaskilti?
Kemur í stað hefðbundinna útprentaðra veggspjalda og býður upp á snjallari, skilvirkari og áhrifaríkari auglýsingalausn.
✅ Auglýsingar birtar samstundis – Þegar auglýsingin er tilbúin frá hönnuði er hægt að setja hana strax í loftið.
✅ Skýjatengd stjórnun – Uppfærðu auglýsingar hvar sem er og samstilltu skjáina í mismunandi verslunum á augabragði.
✅ Sjálfvirk stjórnun – Skjárinn kveikir og slekkur á sér sjálfkrafa, án þess að starfsfólk þurfi að hafa afskipti af honum.
✅ Virkni allan sólarhringinn – Getur verið í gangi 24/7
✅ Hátt gegnsæi – Hleypir birtu í rýmið og leyfir viðskiptavinum að horfa út um gluggann.
✅ Margar auglýsingar á sama fleti – Sýnir ljósmyndir, myndbönd og önnur markaðsefni án takmarkana.
✅ Sést vel í dagsbirtu – Með 5000 nit birtustigi tryggir skjárinn að auglýsingar sjáist vel, jafnvel í beinu sólarljósi.
✅ Sjálfvirk birtustjórnun – Skjárinn lækkar birtustig þegar fer að dimma, annað hvort með tímastýringu eða ljósnema.
✅ Auðvelt að skipta um efni – Ný auglýsingaherferð á hverjum degi er engin fyrirstaða.
✅ Mikil athygli – Áhugaverð tilboð fara ekki framhjá neinum vegna birtunnar.
✅ Tímasettar auglýsingar – Hægt er að stilla skjáinn til að birta sérstök tilboð á ákveðnum dögum, t.d. þriðjudagstilboð.
Ókostir útprentaðra veggspjalda
❌ Þegar auglýsing er tilbúin frá hönnuði, þá þarf að senda í prentun.
❌ Dreifing á veggspjöldum út á land getur tafist og aukið kostnað.
❌ Stór prentuð spjöld draga úr birtu í rýminu.
❌ Prentuð veggspjöld geta aðeins sýnt eina mynd í einu.
❌ Hefðbundnar auglýsingar sjást illa í gluggum þegar dimmir.
❌ Lítil sveigjanleiki – prentaðar auglýsingar eru sjaldan uppfærðar vegna fyrirhafnar og kostnaðar.
IF Design Award
NP Series fékk hönnunarverðlaun IF fyrir glæsilega hönnun. Hægt er að lesa meira um það hér.
Samtengdir og vinna sem einn
Ekki er nauðsynlegt að skjáirnir séu þétt saman þótt þeir séu samtengdir.